Hrapaði fimm matra niður á steingólf
Rafvirki slasaðist talsvert í vinnuslysi á Reykjanesi fyrir helgi.Maðurinn var að vinna við raflögn í lofti í um fimm metra hæð. Hann stóð ofan í keri sem lyft var upp af gaffallyftara. Lyftaranum var bakkað með kerið uppi þar sem maðurinn stóð. Rakst karið í bita í loftinu og féll til jarðar ásamt manninum. Hann var fluttur nokkuð slasaður á sjúkrahús í Keflavík og síðar á Landsspítala Háskólasjúkrahús í Reykjavík.