Hrapaði 5 metra við Skessuhelli

Ungur karlmaður var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlegt slys við Skessuhellinn í Grófinni í Keflavík um kl. 15 í dag. Maðurinn hrapaði 5 metra við hellinn.
 
Mikill viðbúnaður var hjá bæði sjúkraflutningamönnum og lögreglu vegna slyssins. Tveir sjúkrabílar komu á vettvang og fjölmennt lögreglulið ásamt lækni.
 
Búið var um þann slasaða á vettvangi og hann svo fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku í Reykjavík.
 
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta var hinn slasaði með beinbrot og áverka.

 
Hinn slasaði hrapaði 5 metra og hafnaði framan við anddyri Skessuhellis í Grófinni.