Hrafn Sveinbjarnarson fær gæðaverðlaun
Hrafn Sveinbjarnarson GK-255, togari Þorbjarnar Fiskaness, hlaut á dögunum hin árlegu gæðaverðlaun Coldwater. Er þetta í sjöunda sinn sem Hrafn Sveinbjarnarson hlýtur þessi verðlaun fyrir framleiðslu sína og segir á heimasíðu Þorbjarnar Fiskaness að þau séu áhöfn skipsins mikill heiður og hvatning.
Þar segir einnig að viðurkenningar af þessu tagi hafa um langt árabil verið ein af þeim aðferðum sem beitt hefur verið til hvatningar við að auka gæði og verðmæti á framleiðslu í íslenskum sjávarútvegi.
Þar segir einnig að viðurkenningar af þessu tagi hafa um langt árabil verið ein af þeim aðferðum sem beitt hefur verið til hvatningar við að auka gæði og verðmæti á framleiðslu í íslenskum sjávarútvegi.