Hráefni kísilversins til Bakka
- Kol og tréflís fóru á Grundartanga
	Flutningaskip kemur til hafnar í Helguvík í kvöld til að sækja farm af kvarsi. Kvarsið er hluti af hráefnum kísilversins sem áður var rekið undir nafni United Silicon en heitir í dag Stakksberg. Kvarsið verður flutt norður á Húsavík og verður notað af kísilverinu á Bakka.
	Malarflutningabílar eru nú að flytja efnið af lóð kísilversins í Helguvík og niður á höfn þar sem því verður mokað í skip og siglt með það norður.
	Fleiri hráefni eða orkugjafar kísilversins eru farnir úr Helguvík. Þannig hefur öll tréflís verðið fjarlægð af lóð kílilversins. Hún var öll flutt á Grundartanga og notuð af járnblendiverksmiðjunni þar. Kolin fóru sömu leið, þ.e. frá Helguvík og á Grundartanga.
	Gríðarstór fjöll af kvarsi eru núna í Helguvík en samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður efnið allt flutt á Bakka en kvarsið er uppistaðan í kísilframleiðslunni.
	Myndirnar voru teknar í Helguvík nú áðan þegar unnið var við efnisflutningana. 






 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				