Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hræ og jarðvegur verða brennd
Miðvikudagur 8. desember 2004 kl. 16:32

Hræ og jarðvegur verða brennd

Embætti yfirdýralæknis mun brenna hrossin sem drápust úr miltisbrandi og þá bletti í jarðveginum þar sem miltisbrands hefur orðið vart.

Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps hefur fylgst með málinu og segir það áfall. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu og þetta er áfall. En þetta getur gerst og hefur gerst áður. Við höfum ekki náð að setjast yfir málið en munum gera það mjög fljótlega. Hinsvegar er málið í góðum höndum hjá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis,“ sagði Jóhanna í samtali við Víkurfréttir í dag.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024