Hræ hrossanna brennd að Sjónarhóli
Hrossin sem sýktust af miltisbrandi á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd voru brennd í dag. Hlaðið var timbri ofan á hræjin og kveikt í bálkestinum um hádegisbil í dag. Slökkvilið brunavarna Suðurnesja sá um að brenna hræin en notuð voru 700 lítrar af olíu á bálköstinn. Reiknað er með að eldur logi fram undir kvöld en tveir menn eru á vakt á svæðinu slökkviliði brunavarna Suðurnesja. Svæðinu hefur verið lokað og er öll umferð um það bönnuð.
Mynd1: Slökkviliðsmaður að störfum við bálköstinn þar sem hræ hrossanna voru brennd við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysuströnd í dag.
Mynd 2 og 3: Þeir sem komu að aðgerðinni voru vel búnir til að koma í veg fyrir smit.
VF-ljósmyndir/Þorgils Jónsson.