Hraði og víma á brautinni
Nokkrir ökumenn hafa á síðustu sögum verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Sá sem hraðast ók mældist á 131 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru þrír teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar í umferðinni.