Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraði, ölvun og reiðhjólaslys
Mánudagur 19. júlí 2010 kl. 09:24

Hraði, ölvun og reiðhjólaslys

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær. Hann ók á 121 kílómetra hraða og borgaði sektina á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Suðurnesjum í gær. Það var athugull vegfarandi sem hringdi í lögreglu og gerði athugasemdir við ökulag mannsins.

Þá datt reiðhjólamaður af hjóli sínu í Sandgerði í gærmorgun. Sjúkrabíll kom á staðinn og var hann með lítilsháttar áverka í andliti en ekki illa slasaður.