Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraði, beltisleysi og réttindalausir í umferðinni
Mánudagur 10. október 2005 kl. 22:39

Hraði, beltisleysi og réttindalausir í umferðinni

Eitt minniháttar umferðaróhapp varð í umdæminu í dag. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, einn á Sandgerðisvegi, einn á Reykjanesbraut og einn á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast fór var mældur á Reykjanesbraut á 125 km þar sem hámarkshraði er 70 km.

Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn. Þá voru tveir 16 ára drengir stöðvaðir þar sem þeir voru saman á númerslausu létt bifhjóli. Ökumaðurinn var réttindindalaus.

Mynd af vef lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024