Hraðfara Sandgerðingar stöðvaðir
Í gærdag hélt lögreglan uppi eftirliti í Sandgerði en 1. maí síðastliðinni var hámarkshraði lækkaður þar í bæ úr 50 km í 30 km á því sem næst öllum götum. Nokkrir ökumenn voru áminntir fyrir að sinna ekki hraðatakmörkunum. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 59 km. Hann var að auki ekki með öryggisbeltið spennt. Í átakinu var annar ökumaður kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt. Sá ökumaður var síðan að aka með útrunnið ökuskírteini.
Einn ökumaður var kærður fyrir að leggja á gangbraut sem er á Skólavegi móts við Sundmiðstöð Keflavíkur.
Einn ökumaður var kærður fyrir að leggja á gangbraut sem er á Skólavegi móts við Sundmiðstöð Keflavíkur.