Hraðbankasvikarar teknir í Leifsstöð
 Tveir erlendir karlmenn voru handteknir í Leifsstöð í gær grunaðir um að hafa stolið háum fjárhæðum í hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu og einum hraðbanka á Suðurnesjum um páskahelgina. Gerðu þeir m.a. atlögu að hraðbankanum í Bláa lóninu.
Tveir erlendir karlmenn voru handteknir í Leifsstöð í gær grunaðir um að hafa stolið háum fjárhæðum í hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu og einum hraðbanka á Suðurnesjum um páskahelgina. Gerðu þeir m.a. atlögu að hraðbankanum í Bláa lóninu.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að samvinna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með rannsókn málsins, og tollgæslu á Suðurnesjum hafi leitt til handtöku þeirra í Leifsstöð, en mennirnir voru á leið til London. Talið er að mennirnir hafi afritað greiðslukort erlendis og yfirfært á önnur kort sem þeir notuðu til að ná út úr hraðbönkum hér um páskana. Talið er að þeir hafi náð að svíkja út nokkrar milljónir króna.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				