Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðasti vöxtur hótelgistinga á Suðurnesjum
Fimmtudagur 5. október 2017 kl. 11:13

Hraðasti vöxtur hótelgistinga á Suðurnesjum

Suðurnes sker sig út í fjölda gistinátta á árinu en fjöldi gistinátta jókst um 41% í ágúst. Svo virðist sem nálægðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé svæðinu til góðs og eru ferðamenn að nýta sér nálægðina í auknum mæli og panta gistingu á Suðurnesjum.

Hér á Suðurnesjum hefur hótelgistimarkaðurinn stækkað hratt og frá því að uppsveiflan í ferðaþjónustu hófst árið 2011 hefur fjöldi gistinátta á hótelum á Suðurnesjum aukist um 470% og hefur aukningin hvergi verið hlutfallslega meiri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru skoðaðir þá skera Suðurnes sig verulega frá öðrum svæðum á landinu í aukningu gistinátta. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.