Hraðamyndavélar breyttu aksturslagi ökumanna á Suðurnesjum
Uppsetning fjögurra hraðaksturmyndavéla á Suðurnesjum hefur haft mikil áhrif á aksturslag ökumanna á Suðurnesjum. Þetta er fulllyrt í nýrri samantekt Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit.
Fjórar vélar voru teknar í notkun á Suðurnesjum í maí 2008 og voru yfir 500 hraðakstursbrot skráð í júní það ár. Brotum hefur farið fækkandi síðan þá og hafa innan við 150 hraðakstursbrot verið skráð að meðaltali í hverjum mánuði á þessu ári.
Á síðasta ári, þ.e. frá maí til ársloka, voru 1507 hraðaksturbrot skráð með myndavélunum á Suðurnesjum. Það sem af er þessu ári eru þau orðin 1025.
Til fróðleiks má geta þess alls skráðu myndavélar 15,097 hraðaksturbrot á landsvísu frá ársbyrjun til loka september á þessu ári. Það ætti að hafa skilað dágóðum tekjum í ríkiskassann í formi sektargreiðslna.
---
VFmynd/pket - Lögreglan þarf ekki alltaf að eltast við alla þá aka of hratt. Hraðamyndavélar hafa að hluta til tekið við því hlutverki.