Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðamyndavélar á Suðurnesjum: 68% brota á Sandgerðisvegi
Fimmtudagur 22. janúar 2009 kl. 12:19

Hraðamyndavélar á Suðurnesjum: 68% brota á Sandgerðisvegi

Alls hafa 1.980 hraðakstursbrot verið skráð á Suðurnesjum frá 29.maí 2008 til 31. desember 2008 með fjórum hraðamyndavélum sem settar voru upp á Garðskagavegi og Sandgerðisvegi á síðasta ári. Flest brot voru skráð í júní eða 569 en fæst í október en þá var önnur hraðamyndavélin á Garðskagavegi ekki í notkun í þrjár vikur. Á Sandgerðisvegi voru skráð 1.347 brot á tímabilinu eða um 68% brota. Á Garðskagavegi voru skráð 633 brot á umræddu tímabili eða um 32% þeirra brota sem stafrænu hraðamyndavélarnar skráðu.

---
 
Mynd 1. Fjöldi hraðakstursbrota sem hraðamyndavélar á Suðurnesjum hafa skráð frá 29.05.2008 til 31.12.2008 greint eftir mánuðum.
---
 
Eins og sjá má á mynd tvö voru um 89% ökumanna sem óku of hratt á Sandgerðisvegi að aka á bilinu 96-110 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Um 94% þeirra ökumanna sem óku of hratt á Garðskagavegi voru að aka á bilinu 96-110 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Miðað er við mældan ökuhraða hér að neðan ekki hraða ökumanns að teknu tilliti til vikmarka.
---
 
Mynd 2. Hlutfall hraðakstursbrota á Suðurnesjum þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. greint eftir mældum hraða ökumanns með stafrænum hraðamyndavélum á tímabilinu 29.05.2008 til 31.12.2008.
---
 
Af þeim 1.980 hraðakstursbrotum sem skráð voru á árinu 2008, þá hafa um 1.400 ökumenn greitt sektirnar, um 480 mál eru í sektarmeðferð og um 100 mál eru í öðrum farvegi. Alls hafa um 69% ökumanna greitt sínar sektir og um 24% mála er í sektarmeðferð skv. málaskrá lögreglunnar 15. janúar 2009. Hafa ber í huga að ekki er ólíklegt að nýlegar sektir eigi eftir að greiða og því líklegt að hlutfall greiddra sekta verði hærra fyrir umrætt tímabil.
Mynd frá uppsetningu hraðamyndavélar er fengin af vefnum www.245.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024