Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðaksturseftirlitsmyndavélar á Miðnesheiðinni og Garðvegi
Mánudagur 24. september 2007 kl. 17:49

Hraðaksturseftirlitsmyndavélar á Miðnesheiðinni og Garðvegi

Í dag er verið að setja upp hraðaksturseftirlitsmyndavélar á Miðnesheiði, nánar tiltekið við afleggjarann að ratsjárstöðinni við gamla Rockville-veginn. Frá þessu er greint á samfélagsvefnum 245.is. Hraðakstur hefur verið mjög algengur á Sandgerðisveginum og eftirlitsmyndavélarnar því kærkomnar, segir einnig á vefnum.

Samskonar vélar hafa verið settar upp á Garðvegi við golfskálann í Leiru.

Samskonar vélar voru settar upp á Vesturlandsvegi í sumar og hafa á tveimur mánuðum myndað um 2000 umferðarlagabrot.

Vélarnar eru stilltar á myndatöku á farartæki sem aka á 99 km. hraða og yfir. Skekkjumörk eru 3%, þannig að sá sem er myndaður á 99 km. hraða fær sekt fyrir að aka á 96 km. hraða á klukkustund.

Myndavélarnar eru stafrænar og senda myndirnar um leið og þær eru teknar til lögreglunnar, sem sér um að útbúa sektir á ökumenn.


Mynd: www.245.is / Eftirlitsmyndavél sett upp á Miðnesheiði í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024