Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðaksturinn kostaði 210 þúsund
Það er ekki hraðanum fyrir að fara á þessari mynd sem lögreglan birtir á fésbókarsíðu sinni.
Þriðjudagur 23. apríl 2019 kl. 11:16

Hraðaksturinn kostaði 210 þúsund

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðastliðnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 145 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður og nemur hraðasektin 210 þúsund krónum.
 
Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var með ungan son sinn í framsæti bifreiðarinnar án þess að hann væri í sérstökum öryggisbúnaði fyrir börn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024