Hraðakstur orsök banaslyssins
Mbl.is greinir frá því í morgun að hraðakstur hafi verið orsök banaslyssins á Garðskagavegi í gærkvöld. Er haft eftir lögreglu að vitni hafi staðfest að hraðakstur sautján ára ökumanns fólksbílsins hafi valdið árekstrinum við sendiferðabílinn.
Ökumaður sendiferðabílsins, maður á fertugsaldri, lést á staðnum en tuttugu og tveggja ára farþegi hans og sautján ára ökumaður fólksbílsins voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítala-háskólasjúkrahús þar sem farþeginn lést skömmu eftir komuna á slysadeild. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á gjörgæsludeild en mun ekki vera í lífshættu, skv. sömu frétt.
Mynd: Frá vettvangi slyssins í gærkvöld.