Hraðakstur og umferðaróhöpp
Tveir ökumenn voru í gær kærðir af Lögreglunni í Keflavík fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðar fór var mældur á 135 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Snemma í gærmorgun var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir ofan Grænás. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni var fluttur á HSS og síðan til Reykjavíkur til frekari skoðunar en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Bifreiðin skemmdist nokkuð og var fjarlægð með dráttarbifreið.
Þá var í gærkvöld árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks. Engin meiðsl urðu á fólki en báðar bifreiðarnar voru óökufærar á eftir. Þurfti að fjarlægja þær með dráttarbifreið.
VF-mynd/Þorgils - Af slysstað á Stekk