Miðvikudagur 4. október 2006 kl. 09:14
Hraðakstur og innbrot
Þrír ökumenn voru í gær kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunanr í Keflavík. Sá sem hraðast ók var tekinn á 124 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km.
Tveir menn voru handteknir í Grindavík í nótt fyrir að brjótast inn í nýbyggingu. Þeir fengu að dúsa í fangageymslu.