Hraðakstur og bruggverksmiðja
Lögreglan á Suðurnesjum tók ökumann fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi. Hann mældist á 132 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Í ljós kom að hafði áður verið sviptur ökuréttindum var því próflaus.
Þá lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á litla bruggverksmiðju í Reykjanesbæ. Þar voru haldlagðir um 75 lítrar af gambra, 3 lítrar af sterku áfengi og tæki og tól til landaframleiðslu.