Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðakstur og bílvelta
Fimmtudagur 19. júlí 2007 kl. 09:57

Hraðakstur og bílvelta

Fjórar ökumenn voru í gærdag stöðvaðar af lögreglu á Reykjanesbraut vegna hraðaskturs. Mældist hraði þeirra 114, 118, 132 og 141 km/klst. Einn til viðbótar var svo stöðvaður í nótt á Grindavíkurvegi vegna sömu saka en hann mældist á 116 km.

Laust fyrir klukkan tvö í nótt varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut á móts við Vogaveg, en þar valt bifreið á hliðina. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann fékk að fara heim að henni lokinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024