Fimmtudagur 13. október 2005 kl. 09:26
Hraðakstur og árekstrar
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í nótt. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Tveir smávægilegir árekstrar urðu í morgun en snjókoman virðist hafa komið nokkrum ökumönnum á óvart.