Hraðakstur á Reykjanesbraut
Sex ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstursbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Flest áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut. Þar mældist sá sem hraðast ók á 120 kílómetra hraða en hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Á Njarðarbraut óku tveir ökumenn of hratt, báðir á rúmlega 70 kílómetra hraða, en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund.