Mánudagur 18. október 2021 kl. 11:12
Hraðakstur á borð barnaverndar
Á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Sá sem hraðast ók mældist á 137 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Ökumaðurinn reyndist vera sautján ára og var haft samband við forráðamann og tilkynning send á barnavernd.