Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðakstur, dópaður ökumaður og óhöpp
Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 09:20

Hraðakstur, dópaður ökumaður og óhöpp

Einn ökumaður var í gær kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi en hann mældist á 143 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Þá var annar ökumaður var stöðvaður á Grindavíkurvegi í gærkvöld en sá var grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Í báðum tilfellum slapp fólk án meiðsla en tjón á ökutækjum var nokkurt.

Mynd: Árekstur varð í gær í hringtorginu á mótum Hafnargötu og Faxabrautar. Blessunarlega slapp fólk ómeitt en bílarnir eru nokkuð skemmdir. VF-mynd: Þorgils 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024