Hraðahindrun veldur ónæði
Íbúi við Fagragarð í Keflavík hefur sent umhverfissviði Reykjanesbæjar erindi þar sem þess er óskað að hraðahindrun við Fagragarð verði fjarlægð. Íbúinn segir að hraðahindrunin valdi ónæði. Í stað hennar verði komið fyrir þrengingu. Starfsfólki umhverfissviðs hefur verið falið að koma með tillögu að lausn á málinu og þangað til er afgreiðslu þess frestað.