Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hraðahindrun spóluð upp
Mánudagur 6. september 2004 kl. 11:57

Hraðahindrun spóluð upp

Hraðahindranir á Norðfjörðsgötu í Reykjanesbæ hafa verið spólaðar upp á síðustu dögum. Íbúi sem býr í nágrenni við götuna segir að ungt fólk geri sér að leika að spóla hindranirnar upp. „Þeir stöðva bílana þannig að dekkin eru ofan á hindruninni. Síðan spóla þeir þannig að reykjarkófið leggst yfir húsin í kring. Hávaðinn sem myndast við þetta er líka gríðarlegur,“ segir íbúinn.

Hraðahindrunin sem um ræðir er töluvert skemmd en fjölmargar slíkar hindranir eru um bæinn. Viðar Már Aðalsteinsson forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar segir að málið sé litið alvarlegum augum. „Við erum í samstarfi við lögregluna í Keflavík um að reyna að fá fólk til betri siða í umferðinni. Það getur skapast mikil hætta við þetta og athæfi sem þetta getur verið stórhættulegt. Þetta eru skemmdarverk og ekkert annað,“ sagði Viðar í samtali við Víkurfréttir.

Myndir: Eins og sjá má á myndunum er hraðahindrunin töluvert skemmd. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024