Hóteldraumurinn endanlega jarðsettur
Í góðæri í upphafi aldarinnar voru stórir draumar um byggingu hótels að Útskálum í Garði. Grunnur hafði verið lagður að hótelinu og mikið jarðrask unnið á Útskálatúninu, þar sem hótelið átti að rísa. Í hruninu varð út um hóteldrauminn, sem svo endanlega var jarðsettur nú á haustmánuðum þegar gengið var frá landinu og það sléttað út en sáð verður í sárið