Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hótel rís við Leifsstöð
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 11:38

Hótel rís við Leifsstöð

Fyrsta skóflustungan að hótelbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin um helgina. Byggingin verður 3200 fermetrar og er áætlaður byggingatími 14 mánuðir. Hótelið verður með 60-70 herbergjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Byggingaaðili hótelsins er Anton ehf. en rekstur hótelsins verður í samvinnu við Hótel Smára í Kópavogi. Byggingarstjóri er Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistari, arkitekt er Kristinn Ragnarsson hjá KRark.