Hótel Keilir opnað formlega
Hótel Keilir í Reykjanesbæ var vígt fromlega við fjölmenna athöfn í gær, fimmtudag.
Ragnar „Rakari“ Skúlason klippti á borðann, einmitt með rakaraskærum, en honum til fulltingis var Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Í hótelinu eru 40 herbergi sem gerir það jafn stórt og Flughótelið en Hótel Keflavík er enn stærsta hótelið á svæðinu. Auk þess verður á jarðhæðinni Flex bar þar sem gestir og gangandi geta vætt kverkar.
Þorsteinn Lár, sonur Ragnars og meðeigandi, segir í viðtali á vefTV Víkurfrétta að þau séu afar spennt fyrir þessu nýja verkefni.
Viðtalið í heild sinni og tónlistaratriði frá Bríet Sunnu má sjá með því að smella hér.
VF-mynd/elg - Árni og Ragnar klippa á borðann og Þorsteinn Lár fylgist með.