Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hótel Keflavík fékk staðfest lögbann
Þessi merking á hótelinu er ekki heimil, samkvæmt lögbanninu sem Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í dag með dómi.
Föstudagur 13. júlí 2012 kl. 15:57

Hótel Keflavík fékk staðfest lögbann

Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í dag með dómi lögbann sem Sýslumaðurinn í Hafnarfirði lagði 2. september 2011, við því að Flugleiðahótel ehf. og H57 - Flughótel Keflavíkur ehf., noti auðkenni sem innihalda vörumerki og firmamerkið „Hotel Keflavik“ og „Hótel Keflavík“.

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í dag er viðurkennt að stefndu í málinu sé óheimilt að nota auðkenni fyrir hótelið að Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ sem innihalda vörumerkið og firmamerkið „Hotel Keflavik“ og „Hótel Keflavík“.

Þá ber stefndu í málinu að greiða Hótel Keflavík ehf. kr. 1.900.000 í málskostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hótel Keflavík við Vatnsnesveg í Keflavík.