Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hótel- og veitingahúsaeigendur óska eftir niðurfellingu fasteignagjalda vegna COVID-19
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 21. mars 2020 kl. 11:01

Hótel- og veitingahúsaeigendur óska eftir niðurfellingu fasteignagjalda vegna COVID-19

Hótel- og veitingamenn á Reykjanesi skora á bæjarstjórnir svæðisins að fella niður fasteignagjöld tímabundið, eða fyrir mánuðina mars til og með júni, og koma þannig til móts við fyrirtækin á þessum fordæmalausu tímum í ferðaþjónustunni. Óskar fundurinn jafnframt eftir að greiðslur fasteignagjalda verði frystar þar til ákvörðun liggur fyrir.

Hótel- og eigendur veitingastaða á Reykjanesi hittust í gær til fundar í Hljómahöll til að ræða fordæmislausa stöðu í ferðaþjónustunni. Samþykkt var að senda bæjarráðum allra sveitarfélaga á Reykjanesi eftirfarandi ályktun og þess jafnframt óskað að hún verði tekinn til afgreiðslu sem allra fyrst og þá jafnvel á aukafundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá vísar fundurinn í ályktun Félags Atvinnurekanda til Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar að í framhaldinu verði fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkaður til frambúðar.

„Fasteignirnar okkar eru stórar og gjöld há svo þessi gjöld vega þungt í okkar rekstri. Byggingarnar munu eðli málsins samkvæmt skila miklum tekjum til sveitarfélaga til langrar framtíðar og því mikilvægt að þær séu allar í rekstri fyrir utan mikilvægi samlegðaráhrifa og útsvargreiðslur frá starfsmönnum fyrirtækjanna. Það er von okkar að sveitarfélög á Reykjanesi, þar sem ferðaþjónustan er hvað mikilvægust á landinu, sjái þessa aðstoð sem mikilvægt skref fyrir fyrirtækin og svæðið allt og með fljótri afgreiðslu sýni frumkvæði fyrir önnur landsvæði og höfuðborgina,“ segir í ályktuninni.

Í umræðum á fundinum í Hljómhöll mátt heyra á hóteleigendum að ástandið væri orðið alvarlegt í kjölfar COVID-19 og þá hefði það verið mikið áfall að hætt skyldi við varnaræfinguna Norður-Víking sem hefði verið búin að taka frá og panta um eitt þúsund hótelherbergi á Suðurnesjum, auk margs annars sem hún þurfti í verslun og þjónustu.

Nokkrir veitingastaðir á Suðurnesjum hafa fundið fyrir ástandinu á þann hátt að fólk kæmi miklu minna og hafa þar af leiðandi boðið upp á panta mat og sækja.

Frá fundi hótel- og veitingamanna í Hljómahöll.