Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hótar sameiningu með lögum?
Þriðjudagur 4. október 2005 kl. 10:25

Hótar sameiningu með lögum?

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta kemur fram á visir.is

Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu.

Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu.

Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024