Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 11. júlí 2003 kl. 10:22

Hóta að fela nýjum aðila björgun Guðrúnar KE eftir viku

Norska strandstjórnin mun eftir viku fela nýjum aðila að lyfta togskipinu Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni hafi íslensku björgunaraðilar hennar ekki lagt fram „vatnsþétta" staðfestingu á því fyrir þann tíma að þeir munu koma skipinu af strandstað. Fulltrúi norskra stjórnvalda, Henry Bertheussen, fór á fund björgunarmanna í Vestvågøy í fyrrakvöld og fundaði þar með Guðjóni Jónssyni, fulltrúa GGKE 15 Group - félagsins sem hefur yfirtekið björgunaraðgerðir Guðrúnar Gísladóttur af útgerðarfélaginu Festi, segir á fréttavef Morgunblaðsins.Á fundinum fékk Guðjón fyrirmæli um að leggja fram skjöl því til sönnunar að björgunaraðilar hefðu fjármagn til verksins, hvaða einstaklingar væru í forsvari fyrir björgun togarans og hvernig að því yrði staðið að koma skipinu á flot.

Haft er eftir Bertehussen á fréttavef Lofotposten á Netinu í morgun, að sér hafi verið heitið viðeigandi gögnum í dag, föstudag.

Lofotposten segir ennfremur að það hafi verið hótun norsku strandstjórnarinnar um að losa sjálf olíu úr skipinu á kostnað eigenda Guðrúnar Gísladóttur KE sem varð til þess að skriður komst aftur á björgunarstörf af hálfu Íslendinganna, segir á vef mbl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024