Hornsteinn lagður að Miðbæjarhúsinu í Sandgerði
Hornsteinn verður lagður að miðbæjarhúsinu í Sandgerði föstudaginn 15. apríl. Framkvæmdir hafa gengið afar vel, en í húsinu verða ýmsar stofnanir á vegum bæjarins s.s. heilsugæslan, bókasafnið, bæjarskrifstofur og eldhús þar sem eldaður verður matur fyrir allar stofnanir bæjarins. Á efri hæðum verða svo íbúðir á vegum Búmanna.
Sérstakir gestir á athöfninni verða krakkar sem tóku fyrstu skóflustunguna á sínum tíma, en húsið verður svo til sýnis alla næstu helgi.
Heimsíða Sandgerðisbæjar
Sérstakir gestir á athöfninni verða krakkar sem tóku fyrstu skóflustunguna á sínum tíma, en húsið verður svo til sýnis alla næstu helgi.
Heimsíða Sandgerðisbæjar