Hornsteinn lagður að Íþróttaakademíunni
Í dag, föstudaginn 6. maí kl. 17:00 verður lagður hornsteinn að byggingu Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ sem hefja mun starfsemi næsta haust.
Fyrsta skóflustungan að byggingu 1. áfanga var tekin 13. nóvember sl. en þar mun fara fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, námskeiðahald í samstarfi við íþróttahreyfinguna á Íslandi auk fjarnáms á háskólastigi í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Einnig verður starfsrækt afreksbraut í akademíunni í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mun hinn þekkti körfuboltamaður Sigurður Ingimundarson hafa umsjón með henni.
Þegar eru hafnar framkvæmdir við nemendaíbúðir á svæðinu sem m.a. munu þjóna nemendum Íþróttaakademíunnar en gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar um áramót 2006.
Byggingu 1. áfanga lýkur næsta haust og gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í september 2005. Gert er ráð fyrir að nemendur á fyrsta starfsári skólans verði um 30 talsins en þeim mun fjölgaí 110 nemendur á þriðja starfsári skólans. Íþróttaakademían mun auk nýbyggingarinnar nýta sér til kennslu og rannsókna þau íþróttamannvirki sem fyrir eru í Reykjanesbæ, auk þeirra sem byggð verða á næstu árum.
Byggingin verður alls 2.700m2 og er áætlaður byggingarkostnaður um 450 milljónir króna. Á fyrstu hæð verður fyrirlestrarsalur, kennslustofur og stór íþróttasalur 20x40m. Á efri hæð verður m.a. kennslu- og rannsóknaaðstaða ásamt bókasafni og kennaraaðstöðu.
Íslenskir Aðalverktakar áttu lægsta tilboð í byggingu Akademíunnar sem verður í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.. Arkitektar eru þeir Páll Tómasson og Haraldur Örn Jónsson frá Arkitektúr.is. Hönnun burðarvirkja og lagna var í höndum Friðbergs Stefánssonar hjá Hönnun hf. og um hönnun raforkuvirkja sá Magnús Kristbergsson hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.
Tekið af vef Reykjanesbæjar.
Fyrsta skóflustungan að byggingu 1. áfanga var tekin 13. nóvember sl. en þar mun fara fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, námskeiðahald í samstarfi við íþróttahreyfinguna á Íslandi auk fjarnáms á háskólastigi í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Einnig verður starfsrækt afreksbraut í akademíunni í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mun hinn þekkti körfuboltamaður Sigurður Ingimundarson hafa umsjón með henni.
Þegar eru hafnar framkvæmdir við nemendaíbúðir á svæðinu sem m.a. munu þjóna nemendum Íþróttaakademíunnar en gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar um áramót 2006.
Byggingu 1. áfanga lýkur næsta haust og gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í september 2005. Gert er ráð fyrir að nemendur á fyrsta starfsári skólans verði um 30 talsins en þeim mun fjölgaí 110 nemendur á þriðja starfsári skólans. Íþróttaakademían mun auk nýbyggingarinnar nýta sér til kennslu og rannsókna þau íþróttamannvirki sem fyrir eru í Reykjanesbæ, auk þeirra sem byggð verða á næstu árum.
Byggingin verður alls 2.700m2 og er áætlaður byggingarkostnaður um 450 milljónir króna. Á fyrstu hæð verður fyrirlestrarsalur, kennslustofur og stór íþróttasalur 20x40m. Á efri hæð verður m.a. kennslu- og rannsóknaaðstaða ásamt bókasafni og kennaraaðstöðu.
Íslenskir Aðalverktakar áttu lægsta tilboð í byggingu Akademíunnar sem verður í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.. Arkitektar eru þeir Páll Tómasson og Haraldur Örn Jónsson frá Arkitektúr.is. Hönnun burðarvirkja og lagna var í höndum Friðbergs Stefánssonar hjá Hönnun hf. og um hönnun raforkuvirkja sá Magnús Kristbergsson hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.
Tekið af vef Reykjanesbæjar.