Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hörkukeppni í upplestri í Heiðarskóla
Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 15:21

Hörkukeppni í upplestri í Heiðarskóla


Skólarnir í Reykjanesbæ hafa undanfarið undirbúið sig fyrir stóru upplestrarkeppni 7. bekkjar. Úrslit fóru fram í Heiðarskóla í dag þar sem átta nemendur reyndu með sér í úrslitum. Tveir nemendur keppa svo til úrslita ásamt nemendum frá hinum skólunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þau Selma Sól Hjaltadóttir og Páll Orri Pálsson voru hlutskörpust í keppninni í Heiðarskóla í dag en allir keppendur lásu þrisvar sinnum, sögutexta, ljóð og loks ljóð sem þau völdu sjálf. Þar sem Páll Orri verður ekki viðlátinn þegar úrslitakeppnin fer fram og því var þriðji fulltrúi skólans valin Andrea Einarsdóttir. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel og ljóst að þeir höfðu undirbúið sig vel og verk dómaranna var erfitt.

Efri mynd: Nemendurnir átta sem komust í úrslitakeppnina í Heiðarskóla. F.v.: Stella Björk Einardóttir, Heiðdís Inga Halldórsdóttir, Andrea Einarsdóttir, Páll Orri Pálsson, Emilíana Wing, Fannar Gíslason, Nína Björk Gunnarsdóttir og Selma Sól Hjaltadóttir.

Neðri mynd: Andrea, Páll Orri og Selma Sól með Gunnari Þór Jónssyni, skólastjóra eftir keppnina.