Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hörkufrost í kortunum
Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 09:15

Hörkufrost í kortunum

Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 8-13 m/s og él norðantil á landinu, annars léttskýjað. Frost var 0 til 8 stig, kaldast til landsins.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s og léttskýjað, en lægir í kvöld. Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun. Frost 0 til 6 stig, en allt að 12 stigum í nótt. 
 
---------- Veðrið 27.02.2007 kl.06 ----------
   Reykjavík      Heiðskírt                 
   Stykkishólmur  Snjóél                    
   Bolungarvík    Alskýjað                  
   Akureyri       Snjóél                    
   Egilsst.flugv. Skýjað                    
   Kirkjubæjarkl. Léttskýjað                
   Stórhöfði      Léttskýjað                
---------------------------------------------

Viðvörun !
Búist er við stormi á Suðausturmiðum, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi


Yfirlit
Um 300 km NA af Langanesi er 1003 mb lægð sem þokast S og grynnist, en 1023 mb hæð er yfir Grænlandi. Langt SV í hafi er 983 mb lægð sem hreyfist ANA.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan og norðan 8-13 m/s og él, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Lægir í kvöld, fremur hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun og léttskýjað um nær allt land. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Vf-Mynd/Hilmar Bragi: Frá Hvalsnesi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024