Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Horft til framtíðartækifæra á gamla varnarsvæðinu
Fimmtudagur 26. febrúar 2009 kl. 14:29

Horft til framtíðartækifæra á gamla varnarsvæðinu



Skipulagsmál hafa upp á síðkastið verið áberandi bæjarmálaumræðunni í Sandgerði en á dögunum var kynnt fyrsta áfangaskýrska vegna aðalskipulags sveitarfélagsins 2008 – 2024.
Þar er sjónum einkum beint að gamla varnarsvæðinu. Eftir að bandaríski herinn hvarf af landi brott stækkkaði skipulagsvæði sveitarfélagins sem felur í sér nýja möguleika til uppbyggingar nærþjónustu við alþjóðaflugvöllinn. Þessi tækifæri til flugsækinnar starfsemi voru ekki fyrir hendi áður á lokuðu varnarsvæði og því byggðist þessi þjónusta að miklu leiti upp á Reykjavíkursvæðinu.

Sérstaklega er horft til svæða norðan flugvallar í átt að Rocville og á Ósabotnasvæðinu en Sandgerðingar leggja áherslu á góða samvinnu við hagsmunaðila um skipulag þessara svæða. Í því skyni hefur verið tekin upp  samvinna um við Kadeco og þau sveitarfélög sem eiga land að skipulagsvæðinu, þ.e. Garð og Reykjanesbæ. Í framtíðaráætlunum um Rocville–svæðið er gert ráð fyrir starfsemi á sviði hátækni og flugsækinnar þjónustu með framboði á stórum athafna- og iðnaðarlóðum.
----

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Við brottför hersins opnuðist áður lokið svæði með nýjum möguleikum á flugsækinni starfsemi í nánd við flugvöllinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024