Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Horfðu á eldgos frá ytri höfninni í Keflavík
Fimmtudagur 26. ágúst 2021 kl. 11:44

Horfðu á eldgos frá ytri höfninni í Keflavík

Tvö ævintýraferðaskip National Geographic, Endurance og Explorer, lágu í nokkra sólarhringa á ytri höfninni í Keflavík fyrir og um síðustu helgi. Bæði skipin lögðust að bryggju við Keflavíkurhöfn í nokkrar klukkustundir. Annað til viðgerða áður en lagt var upp í ferð til Suðurskautslandsins en hitt, það stærra, hleypti farþegum í land sem fóru að skoða gosið í Fagradalsfjalli. Skipverjar nutu einnig gossins sem sást vel frá Reykjanesbæ þegar skipin voru á ytri höfninni. Myndir: Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024