Hörður nýr forseti bæjarstjórnar í Grindavík
Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi var Hörður Guðbrandsson (S) kjörinn nýr forseti bæjarstjórnar í stað Garðars Páls Vignissonar. Gunnar Már Gunnarsson (B) var kjörinn fyrsti varaforseti og Björn Haraldsson (V) annar varaforseti.
Einnig urðu breytingar í bæjarráði þar sem Hörður kemur inn og áfram verða Petrína Baldursdóttir (B) og Sigmar Eðvarðsson (D). Björn Haraldsson (V) verður áfram áheyrnarfulltrúi en kemur inn sem aðalmaður frá og með 30. september í stað Harðar sem verður þá áheyrnarfulltrúi.
Þá var kosning í kjörstjórn og er hún þannig skipuð. Bjarnfríður Jónsdóttir, formaður, Þorgerður Guðmundsdóttir og Helgi Bogason og sem varamenn: Kjartan Adolfsson, Styrmir Jóhannsson og Sesselja Hafberg.
Jafnframt varð breyting í stjórn Saltfiskseturs Íslands. Bæjarstjórn tilnefnir Jón Emil Halldórsson í stjórn Saltfiskseturs Íslands í stað bæjarstjóra með þeim fyrirvara að stjórn Saltfiskseturs samþykki breytingu á 3. gr. skipulagsskrár stofnunarinnar.
Af vef Grindavíkurbæjar