Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hörð lending skaut farþegum skelk í bringu
Sunnudagur 28. október 2007 kl. 15:24

Hörð lending skaut farþegum skelk í bringu

Mikil hálka er talin helsta ástæða þess að flugvél með 188 íslenska farþega og 10 manna áhöfn innanborðs rann út af braut eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli í nótt.
Haft er eftir farþegum að vélin hafi lent mjög harkalega og skaut það mörgum þeirra skelk í bringu. Er atvikum lýst þannig að vélin hafi kastast til á brautinni og "skoppað".
Að sögn fulltrúa frá Rannsóknarnefnd flugslysa virðast bremsuskilyrði ekki hafa verið jafn góð við enda brautarinnar þannig að þegar vélinni var beygt inn á hliðarbraut rann hún út af henni. Við það affelgaðist annað nefhjólið.

Farþegar voru ferjaðir í rútu og tók það talsverðan tíma, sem olli óánægju margra farþeganna enda búnir að vera hátt í tíu klukkustundir á leiðinni heim.

Ágætlega gekk að koma nýju nefhjóli undir vélina og lauk því um hádegisbilið. Að því búnu var vélin dregin inn í flugskýli til skoðunar.

Í ljósmyndasafninu hér á vefnum má sjá myndasyrpu frá vettvangi í morgum.

VF-mynd: pket.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024