Hörð baráttan við Vetur konung!
Baráttan við Vetur konung getur verið hörð. Inga Rut Hlöðversdóttir í Vogum sendi okkur þessa mynd sem tekin var af litlum læk sem barðist við að halda sér rennandi í kuldanum í vikunni.
Inga Rut komst skemmtilega að orði þegar hún sagði um frostið, að það hafi verið svo kalt, að henni hafi hlýnað af fegurðinni sem frostrósirnar mynduðu.
Mynd: Inga Rut Hlöðversdóttir