Hörð áminning
Mikill léttir ríkir á Suðurnesjum yfir að ekki verður dregið frekar úr varnarviðbúnaði þar í bráð. Kristján Gunnarsson verkalýðsleiðtogi segir þetta harða áminningu. Fresturinn muni renna út og brýnt sé að bretta upp ermarnar og efla atvinnulífið á Suðurnesjum. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segist ekki hafa trúað öðru en að þessi yrði niðurstaðan.Á annað þúsund Íslendinga vinna hjá bandaríska hernum eða í þjónustu tengdri honum. Suðurnesin hafa búið við mesta hlutfallslega atvinnuleysið á undanförnum mánuðum. Stöð 2 greindi frá.