Hópur pilta réðst á einn
Hópur pilta réðust á mann um tvítugt í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Piltarnir börðu hann og spörkuðu í hann með þeim afleiðingum að sauma þurfti tæplega tíu spor í höfuð hans og nef. Talið var að hann hefði nefbrotnað.
Árásarmennirnir töldu sig eiga vantalað við félaga þess sem ráðist var á og komu að íbúð hins fyrrnefnda í því skyni. Maðurinn varnaði þeim inngöngu og réðust þeir þá á hann. Lögregla rannsakar málið.