Hópsskóli tekinn í notkun með viðhöfn
Hópsskóli, nýr og glæsilegur grunnskóli Grindavíkur, var vígður í gær við hátíðlega athöfn. Tilkoma hans verður bylting í skólastarfi í Grindavík. Í Hópsskóla flytjast 1. og 2. bekkur um áramótin en skólinn verður svo fyrir 1. til 4 bekk en gamli grunnskólinn verður fyrir 5. til 10. bekk. Um 200 manns mættu á vígsluna, þar á meðal nemendurnir sem hefja störf eftir áramót og foreldrar þeirra. Skólastarf hefst 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Verktakafyrirtækið Grindin í Grindavík sá um smíði hússins. Fyrsta skóflustunga var tekin 24. júní 2008. Verktíminn var 17 mánuðir en fyrsta steypan kom í mót 29. júlí 2008.
Jóna Kristín, fyrrverandi bæjarstjóri sem tók fyrstu skóflustunguna á sínum tíma, afhenti Maggý Hrönn skófluna að gjöf sem notuð var þá athöfn á sínum tíma og verður skóflunni fundinn góður staður í skólanum. Þá var Hópsskóli blessaður og sá séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur og séra Jóna Kristín um þá athöfn.
Maggý Hrönn Hermannsdóttir er skólastjóri hin nýja Hópsskóla.