Atnorth
Atnorth

Fréttir

Hópsskóli: Fræðslunefnd vill frestun
Mánudagur 23. mars 2009 kl. 15:28

Hópsskóli: Fræðslunefnd vill frestun


Fræðslu- og uppeldisnefnd Grindavíkur telur óeðlilegt að stofnsetning nýs grunnskóla sé ákveðin án þess að umræða fari fram í nefnd fræðslu- og uppeldismála í sveitarfélaginu. Nefndin telur eðlilegra að innra starf skólans hefði verið mótað áður en staða skólastjóra var auglýst. Í framhaldi af því leggur nefndin til að fyrrgreind ákvörðun um að setja nýjan skóla á laggirnar næstkomandi haust verði endurskoðuð og frestað til haustsins 2010.
Þetta kom fram á síðasta fundi nefndarinnar, sem tekur þar með undir sjónarmið minnihlutans í bæjarstjórn en tillaga hans um að fresta opnun skólans til ársins 2010 var felld af meirihlutanum.

Tengt efni:

Frétt á vf.is: Nýr Hópsskóli: Segja frestun spara 100 milljónir

Fundargerð Fræðslu- og uppeldisnefndar

Fundargerð bæjarstjórnar Grindavíkur

Bílakjarninn
Bílakjarninn