Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Hópsnes hirðir ruslið á Suðurnesjum
Föstudagur 13. janúar 2012 kl. 10:28

Hópsnes hirðir ruslið á Suðurnesjum

Nýr verktaki tekur við sorphirðu á Suðurnesjum frá og með næstu mánaðamótum. Það er fyrirtækið Hópsnes frá Grindavík sem tekur við verkefninu sem hefur verið á hendi Íslenska gámafélagsins síðustu ár.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Kalka, bauð nýverið út sorphirðu á Suðurnesjum og nokkra aðra verkþætti í sorpflutningum. Sex tilboð bárust og þar af fjögur í sorphirðu. Tvö tilboð voru í önnur verkefni.

Hópsnes bauð lægst í sorphirðu á Suðurnesjum, 69,8 milljónir króna. Næst lægsta tilboð var frá Íslenska gámafélaginu var tólf milljónum króna hærra en tilboð Hópsness.

Nokkrir aðrir liðir í flutningum á sorpi voru einnig boðnir út og hreppti Íslenska gámafélagið hnossið í þeim öllum, utan þess að Hópsnes annast flutninga á brettum og Hringrás kaupir allt brotajárn frá Kölku.

Gert er ráð fyrir að sorphirða frá íbúðum á Suðurnesjum verði á 10 daga fresti eins og verið hefur. Nýir samningar um þjónustuþætti taka gildi 1. febrúar 2012 nema samningur um pappírsgáma sem tekur gildi hinn 1. júní 2012.

VF jól 25
VF jól 25