Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hópslagsmál í Keflavík
Sunnudagur 9. október 2005 kl. 13:30

Hópslagsmál í Keflavík

Rétt upp úr klukkan 5 í morgun var tilkynnt um hópslagsmál utan við skemmtistað í Keflavík þar sem Íslendingum og Pólverjum laust saman.  Slagsmálin leystust strax upp þegar lögreglumenn komu á staðinn og var enginn sár eftir.

Lögreglan kærði sjö ökumenn fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi.  Sá er hraðast ók var mældur á 117 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.

Um kl. 01:00 í nótt stöðvaði lögreglan akstur bifreiðar á Hringbraut í Keflavík.  Ökumaður hennar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024