Laugardagur 13. mars 2004 kl. 11:52
Hópslagsmál fyrir utan Casino
Tilkynnt var um hópslagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Casino í morgun og fóru lögreglumenn á staðinn. Óskað var eftir sjúkrabíl á staðinn vegna manns sem hafði hlotið áverka í andliti. Að öðru leyti var nóttin tiltölulega róleg að sögn lögreglunnar í Keflavík.